Girnilegar steikur

Kjötið

Við seljum eingöngu kjöt sem metið er í hæstu flokka (Uni1A og Uni1ÚA) samkvæmt mati kjötmatsmanna sem vinna hjá sláturhúsunum og bera faglega ábyrgð gagnvart Matvælastofnun. Að okkar beiðni er kjötið látið hanga í 14 daga í sláturhúsi til að meyrna. Síðan er það skorið niður eða hakkað, pakkað í lofttæmdar umbúðir og hver pakkning merkt með heiti vöðva og þyngd. Öll vinnsla er á höndum viðurkenndra og vottaðra vinnslustöðva.

Við sendum í slátur í hverjum mánuði, þannig að biðtíminn er stuttur.


Við leggjum áherslu á sölu nautakjöts í þremur útgáfum, sjá „Nautið“, „Kokkurinn“ og „Steikin“ með því að smella á myndirnar hér að neðan:

  • „Nautið“ er 1/4 skrokkur, 40 til 50 kg. af beinlausu kjöti.
  • „Steikin“ eru um 3,5-4 kg af góðum steikum, 5 kg. af hakki og 12 hamborgarar (120 gr.)
  • „Kokkurinn“ inniheldur hakk og gúllas.

Ef þú vilt breyta samseningu pakkans eða bæta við hann steikum skaltu taka það fram í „séróskir“ á pöntunarsíðunni eða hafa samband á kjot@sveitabaer.is. Við reynum að verða við því.

counter